Frakt flutningsmiðlun flytja fatnað og teppi til hjálparsamtaka á Lesbos

 

027

Fyrir skömmu stóð leikskólinn Sælukot fyrir söfnun á hlýjum fatnaði, teppum og svefnpokum til flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos. Óhætt er að segja að landsmenn hafi tekið vel við sér og safnaðist mikið magn af hjálpargögnum sem nú eru á leið til Grikklands.

Þúsundir flóttamanna hafa komið til Lesbos undanfarin misseri og á hverjum degi bætast við þúsundir og mikil þörf fyrir hlýjan fatnað á svæðið þar sem fólk er að leggjast til hvílu á mölinni, jafnvel i blautum fötum og kannski ekki með teppi, að sögn aðila sem hafa verið á svæðinu nýlega.

Frakt flutningsmiðlun ásamt samstarfsaðilum kom að verkefninu á fyrstu stigum og skipulagði flutninginn þannig að sem skemmstur tími liði frá lokum söfnunarinnar og þar til hjálpargögnin verði afhent til Lesbos.

„Eftir að hafa fylgst með fréttum af ástandi mála á Lesbos var aldrei spurning um að koma að málum og reyna eftir bestu getu að hjálpa eins og maður getur. Við vitum að þetta á eftir að koma að góðum notum“ segir Arnar Bjarnason Framkvæmdarstjóri.

Allir aðilar gáfu sína vinnu í þessu verkefni