SÉRLAUSNIR

LISTAVERKAFLUTNINGAR

Við erum miklir listamenn þess vegna erum við með heila deild sem sér eingöngu um pökkun og flutning á listaverkum, sýningum og öðrum verðmætum.

Það er afar mikilvægt þegar um er að ræða flutninga á viðkvæmum verkum og oft mjög verðmætum, að fagmannlega sé að öllu staðið allt flutningsferlið.

Sérhæfðir starfsmenn okkar í listaverka og verðmætaflutningum sjá um að sækja listaverk til flutnings, pakka þeim í traustar umbúðir samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum.   Í samvinnu við flutningafyrirtæki og virta erlenda samstarfsaðila, gætum við fyllsta öryggis alla leið til móttakenda, hvar sem er í heiminum.

Allar flutningsumbúðir eru sérsmíðaðar og notast er við bestu pökkunarefni sem í boði eru. Allt er gert til að tryggja sem best að allar sendingar komist heilar á leiðarenda og á réttum tíma.

Starfsmenn okkar hafa yfir að ráða mikilli reynslu og þekkingu, og áratuga langt og farsælt samstarf við erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í listaverkaflutningum.

Við bjóðum alla velkomna með brosi á vör.

TÓNLEIKAR

Hvað eiga Duran Duran, Foo Fighters, Rammstein, Metallica og Justin Timberlake sameiginlegt? Þessir listamenn ásamt fjölmörgum öðrum hafa allir haldið tónleika á Íslandi og sérfræðingar okkar hafa skipulagt og komið að flutningum á margþættum búnaði þeirra til þess að gera tónleikana að frábærri upplifun.

Við höfum áralanga reynslu og þekkingu á að koma tónleikabúnaði til og frá landinu. Í samvinnu við leiðandi fyrirtæki, sérhæfða í slíkum flutningum, komum við græjunum á tónleikastaðinn, á réttum tíma. Að sjálfsögðu sjáum við svo um að koma græjunum út aftur fyrir næsta gigg.

Við kunnum að rokka.

VIÐBURÐIR

Við sjáum um flutning á ýmsum búnaði sem þarf til að gera góða sýningu eða ráðstefnu. Hvort sem það eru bæklingar, kynningarefni eða tölvubúnaður komum við þvi örugglega til skila. Við veitum ráðgjöf vegna innflutningsleyfa og tryggjum rétta tollmeðferð svo sem vegna ATA CARNET eða tímabundins flutnings. Umfang þessara flutninga er mismikið en þörfin er alltaf sú sama, það má ekkert fara úrskeiðis.