ÞJÓNUSTA

FLUGFRAKT

Þegar tíminn er naumur er flugfrakt hagkvæm og hentug lausn. Sérþekking okkar á flutningsleiðum og tengimöguleikum gerir það að verkum að sendingin þín skilar sér á réttum tíma. Við leggjum metnað okkar í að leita lausna og leiða sem skila fullkomnum árangri. Í nánu samstarfi við öll flugfélög sem flytja vörur til Íslands tryggjum við sendingum pláss um borð, hvar og hvenær sem er.

Fáðu tilboð í flutninginn eða settu þig í samband við sérfræðinga okkar og komum vörunni heim strax!

SJÓFRAKT

Við bjóðum einfaldar og hagkvæmar lausnir í lausavörusendingum í sjófrakt. Við höfum byggt upp öflugt flutninga- og þjónustunet með vikulegum siglingum til Íslands. Tölvukerfi okkar heldur utan um allar sendingar og við látum þig vita hvar sendingin er staðsett og hvenær von er á henni til landsins. Eftirfylgni og utanumhald sendinga tryggir að að sendingin þín er í öruggum höndum alla leið.

Fáðu tilboð í flutninginn og prófaðu þjónustuna, saman siglum við þessu örugglega í höfn.

ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ

TOLLSKJALAGERÐ +

TOLLSKJALAGERÐ

Við tollafgreiðum allar sendingar samdægurs sé þess óskað. Starfsfólk okkar hefur margra ára reynslu og sérþekkingu á tollskjalagerð og tollflokkun. EDI samskipti við tollayfirvöld tryggja skjóta og örugga þjónustu.

Fylgiskjöl sem þarf að leggja fram með tollskýrslu eru:

  • Farmbréf
  • Vörureikningur
  • Komutilkynning
  • EUR-skírteini eða EUR-áritun ef vara er frá EFTA- eða ESB-löndum

Við önnumst öll samskipti við Tollstjóra og sendum þér skýrslur og gögn á rafrænu formi að lokinni þjónustu.

VÖRUHÚS +

VÖRUHÚS

Við viljum að sendingin þín skili sér hratt og örugglega á áfangastað, því leggjum við mikinn metnað í að afgreiða sendingar inn i vöruhús til okkar. Flugfraktin snemma morguns eða lausavörusendingar í gámum, allar sendingar fá rétta meðhöndlun og umsýslu. Við látum þig svo vita þegar varan er komin í hillu og tilbúin til afhendingar. Þú kemur þá til okkar og sækir eða nýtir þér akstursþjónustu okkar heim að dyrum.

AKSTURSÞJÓNUSTA +

HEIMAKSTUR

Í samstarfi við Fraktlausnir og Póstinn bjóðum við upp á heimsendingar á vörusendingum. Samdægursþjónusta á höfuðborgarsvæðinu, og varan skilar sér daginn eftir á landsbyggðinni. Á sama hátt náum við í sendingar til útflutnings og komum þeim til hafnar eða á flugvöll.

Sparaðu tíma og fyrirhöfn og láttu okkur um aksturinn

ÚTFLUTNINGUR

Við veitum alla þjónustu sem snýr að útflutningi, hvort sem um er að ræða sjósendingar, flugsendingar eða hraðsendingar. Við sjáum um alla skjalagerð, sækjum vöruna og komum henni á leiðarenda. Að auki sjáum við um umflutning (transit) og Crosstrade þar sem við veitum þjónustu milli landa án viðkomu á Íslandi.
Útflutningsdeildin okkar veitir alla ráðgjöf um flutninga og finnur hagkvæmustu leiðina hverju sinni.
Hafðu samband og fáðu tilboð í flutninginn.