Nýjar skrifstofur / Ný vöruafgreiðsla!

Frakt flutningsmiðlun hefur samið við Fraktlausnir ehf um akstur- og vörhúsaþjónustu frá og með föstudeginum 19. ágúst. Vöruhús Fraktlausna er staðsett að Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík.  Opnunartími er frá 08:00 til 16:30.

Skrifstofur félagsins flytja í september frá Stórhöfðanum í Sundabogann sem áður hýsti höfuðstöðvar Olíuverslun Íslands/Olís.  Skrifstofa Frakt verður á jarðhæð með góðu aðgengi fyrir viðskipavini og næg bílastæði.  Heimilisfang Sundabogans er að Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Við munum tilkynna flutning á skrifstofum þegar búið er að standsetja þær með tilliti til okkar þarfa.

Breytingarnar eiga að auka hagræði og skilvirkni í vöruafgreiðslu og annarri almennri starfsemi fyrirtækisins. Vinsamlegast hafið samband í síma 520 1450 ef einhverjar spurningar vakna varðandi ofangreindar breytingar.  Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýju húsnæði.