Nýtt merki og nafn!

Nýtt merki og nafn!

Frakt Logo

Undanfarin ár hefur fyrirtækið verið rekið undir nafninu Frakt.is.  Fyrirtækið hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Frakt flutningsmiðlun ehf.  Kennitalan helst óbreytt og nafnbreytingin kemur ekki til með að hafa áhrif á daglegan rekstur hjá fyrirtækinu.  Nafnbreytingin varð til í framhaldi af stefnumótunarvinnu innan fyrirtæksins. Nýtt merki hefur verið hannað sem er blár þríhyrndur kassi á hreyfingu og á að tákna sveigjanleika og skilvirkni í þjónustu. Ný heimasíða er í smíðum og allt markaðsefni verður lagað að ofangreindum breytingum.

Markmið Frakt flutningsmiðlun ehf. er að veita viðskiptavinum okkar þær lausnir sem óskað er eftir en með afburða þjónustu, hraða og skilvísi. Frakt flutningsmiðlun ehf. er öflugt fyrirtæki sem veitir inn- og útflytjendum sérsniðna þjónustu í flutningi á milli landa.